Nafn: Jónína Kjartansdóttir

Aldur: Ég er fimm ára

Hvenær áttu afmæli? 18. ágúst, þá verð ég sex ára.

Hvað heitir leikskólinn þinn? Vesturkot.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum? Mér finnst skemmtilegast að fara í val, þá vel ég púða- eða listakrók. Eða iPad.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grjónagrautur með kanil. En ekki rúsínum!

En er eitthvað sem þér finnst ekki gott að borða? Já, tómatar!

Áttu systkini? Já, ég á bróður sem er eins árs. Það er gaman að leika við hann og stundum fæ ég að hnoðast með hann.

Hvað er skemmtilegast að gera með mömmu og pabba? Fara í ísbúðina og fá trúðaís.

En hvað finnst þér leiðinlegt að gera? Fara í útiveru og bíða eftir mömmu.

Hvernig verður framtíðin – eftir svona 100 ár? Heimurinn verður góður og fleiri munu leika sér.

Áttu gæludýr? Nei, ekkert! Mig langar í lítinn, sætan kettling.

Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Mig langar til þess að verða fimleikastjarna. Ég er í djassballett og get farið í splitt og spíkat og ég get líka staðið á höndum.