Heimilið

Efsta hæðin á Tryggvagötu 18 til sölu

Stórglæsileg 327 fermetra þakíbúð er til sölu á Tryggvagötu 18.

Af svölum Tryggvagötu 18.

Glæsileg 327 fermetra þakíbúð er á sölu á Tryggagötu 18 en fasteignasalinn Gunnar Sverrir Harðarsson hjá RE/MAX Senter annast sölu eignarinnar. Ásett verð eru 390 milljónir.

Um er að ræða fallega og bjarta íbúð í fjölbýlishúsi í hjarta miðbæjarins á efstu hæð, en fjögur herbergi eru í íbúðinni, þrjár stofur, tvö svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Í íbúðinni eru innréttingar frá Poliform, eldhústæki frá Siemens í samráði við hönnun frá Poliform. Þá er sérstakt lyklalaust aðgangskerfi frá GIRA í íbúðinni og rafstýrð gluggatjöld og gluggar í allri íbúðinni. 

Ljósakerfi er jafnframt miðstýrt frá GIRA og þá er hiti í gólfi og miðstýring frá GIRA stjórntæki í stofunni. Ljósar ítalskar flísar eru í allri íbúðinni og tvær stórar geymslur eru jafnframt með íbúðinni auk tveggja bílastæða. Þá eru hljóðkerfi og sjónvörp frá Bang&Olufsen.

150 fermetra svalir eru svo í íbúðinni með stórbrotnu 360 gráðu útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur, höfnina, Bláfjöll og Reykjanesið en beint aðgengi er inní íbúðina frá lyftu.

Sjá má myndir frá þessari glæsilegu eign hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Heimilið

Ein­stakt ein­býlis­hús til sölu í hjarta vestur­bæjarins

Heimilið

Ætla að losa sig við 930 hluti í janúar

Heimilið

Er vakinn með kossi

Auglýsing

Nýjast

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Auglýsing