Donna Cruz, leikkona og markaðsstjóri, efnir til Halloween-teitis næstkomandi laugardag til styrktar Píeta samtökunum.

Donna ætlar að rukka rúmlega hundrað vini sína og vandamenn um 1.500 krónur fyrir partýið og fer allur ágóði til samtakanna. Veglegir vinningar dregnir út um kvöldið, meðal annars fyrir flottasta búninginn.

„Ég hef haldið Halloween partý síðan 2015 og þetta stækkað hægt og rólega síðan þá. Eftir að þetta varð frekar stórt þá ákvað ég að prófa að vera með frjáls framlag fyrir ákveðinn samtök og styrkti mæðrastyrksnefnd og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna einhver skipti,“ segir Donna í samtali við Fréttablaðið.

Aðspurð segir hún þetta í fyrsta skipti sem hún „rukkar“ inn í partý en allur partýágóðinn fer beint til Píeta samtakanna.

„Mér þykir ótrúlega vænt um þessa samtök þar sem ég hef sjálf þurft á þjónustunni þeirra að halda og margir í kringum mig. Finnst þetta bara frábært og vildi gera mitt til að hjálpa.“

Þetta verður sannarlega partý ársins og hvetur Donna vini sína til leggja allt í búningana. Fyrir þá sem eru hugmyndasnauðir kemur Donna með góðar hugmyndir:

„Slutty salat bowl, slutty Caveman, slutty turtle, suspicious Tetris kall, slutty lightstop. Annars er allt slutty velkomið.“

Donna biður gesti sína um að fara í hraðpróf fyrir teitið í ljósi Covid-19 smita síðustu daga.

„Donnyween“ verður algjör bomba.
Fréttablaðið/Getty images

Píeta samtökin eru sjálfsvígsforvarnarsamtök sem reka gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra.