Robert Plant, Mil­ey Cyrus, Chance the Rapper, Jay-Z og Pus­sy Riot eru meðal tón­listar­at­riða 50 ára af­mælis­há­tíðar Woodstock. Þetta kemur fram á lista sem að­stand­endur há­tíðarinnar birtu í dag. 

Margar helstu goð­sagnir tón­listar­heimsins komu fram á upp­runa­legu Woodstock tón­listar­há­tíðinni sem stóð yfir í þrjá daga í ágúst árið 1969, en þeirra á meðal má nefna Jimi Hendrix, Janis Jop­lin og Neil Young. 

Há­tíðin mun fara fram í New York fylki, skammt frá upp­runa­lega svæðinu þar sem há­tíðin var haldin fyrir 50 árum. Hún mun standa yfir í 3 daga í ágúst og fylgja sömu hug­mynda­fræði og goð­sagna­kennda há­tíðin. Að­stand­endur kalla há­tíðina daga friðar, ástar og tón­listar. 

Hægt er að fylgjast með frekari fréttum um há­tíðina á Twitter síðu Woodstock.