Bolludagurinn nálgasrt óðfluga og í tilefni þess fær Sjöfn Þórðar góðan gest heim í eldhúsið sem ætlar að töfra fram gómsætar bollur. Það er Ólöf Ólafsdóttir konditori á Monkeys sem heimsækir Sjöfn og sviptir hulunni af sínum uppáhalds bollum. Ólöf er annáluð fyrir kunnáttu sína í eftirréttagerð og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis eftirrétti sem gleðja bæði auga og munn.
„Einn uppáhalds dagurinn minn á árinu er bolludagurinn og ég hef haldið mörg bollukaffi,“ segir Ólöf sem mun fara alla leið í þættinum og baka sínar uppáhalds bollur, fylla þær með gómsætri fyllingu og toppar þær að sinni alkunnu snilld.

Ólöf hefur alltaf verið með brennandi áhuga á eftirréttum og kökum.
„Áhuginn minn á bakstri vaknaði þegar ég var lítil og fékk ég ávallt að undirbúa og baka fyrir allar afmælisveislur sjálf og einnig fyrir litlu systir mína. Ég fékk að nýta sköpunargleði mína til fulls og baka allt sem að ég vildi, ef þú spyrð mömmu þá setti ég allt eldhúsið á hliðina. Það var hveiti og súkkulaði allstaðar, þá meina ég gjörsamlega allstaðar, Í öllum skúffum, hillum og yfir öllu gólfinu,“ segir Ólöf og hlær.
Ólöf er þekkt fyrir sína eftirrétti og vann hún meðal annars keppnina um Eftirrétt ársins árið 2021 sem haldin er að Garra árlega sló rækilega í gegn. Ári síðar, í fyrra sat hún í dómnefnd keppninnar. „Það er var líka virkilega skemmtilegt verkefni að fá að sitja í dómnefndinni í fyrra.“
Hvaða bollur ætli séu uppáhalds hjá Ólöfu? Missið ekki af bollubakstrinum með Ólöfu í kvöld í þættinum Matur og heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins.