Skólastjórinn og markþjálfinn Matilda Gregersdotter frá Stokkhólmi, sem búið hefur á Íslandi um langt árabil, segist líða eins og hún gangi um í fullnægingu allan daginn eftir að hún byrjaði að stunda kynlíf daglega og iðka kundalini.

Matilda hefur fjallað mikið um og innleitt aðferðafræði varðandi kynlíf og kynorku og hvernig hægt er að opna á nýjar víddir. Hún ræddi við Ásdísi Olsen í þættinum Undir Yfirborðið á Hringbraut.

Matilda segir þetta koma fram lífsorkunni sem flæðir um líkamann. Hún upplifi flæðið sem fullnægingu, kundalini orku sem hreyfist um líkamann. Í fyrstu var hún tvístíga.

„Má manni líða eins og maður sé að ganga um í fullnægingu allan daginn. Er það rétt? Er ég veik?“ segist hún hafa spurt sjálfa sig. Athafnir í kynlífi opni á þessar orkustöðvar.

„Allar orkustöðvar (e. chakra) eru opnar og ef ég anda inn þá er ég í fullnægingu,“ segir Matilda. En svona var þetta ekki áður fyrr segir hún.

„Ég vissi ekki að það væri hægt að lifa svona og líða svona vel í eigin skinni.“