Grín­istinn Eddi­e Izzard mun notast einungis notast við kven­kyns forn­öfn í fram­tíðinni en hún greindi frá málinu þegar hún kom fram í Sky Arts þættinum Portrait Artist Of The Year. Þar greindi Izzard frá því að að hún upp­lifði kyn­vitund sína sem flæðandi og væri því flæði­gerva (e. gender fluid).

Izzard hefur áður greint frá því að hún flakki milli þess að nota kven­kyns og karl­kyns forn­öfn en nú mun hún aftur á móti að­eins notast við for­nafnið „hún.“

Hrósa Izzard fyrir hugrekki

Hún hefur lengi verið hluti af LGBTQ+ sam­fé­laginu og vakið mikla at­hygli síðast­liðna ára­tugi fyrir djarfan fata­stíl og sviðs­fram­komu. LGBT sam­tökin Stonewall hafa hrósað Izzard fyrir hug­rekki og segir Izzard sjálf að henni líði frá­bær­lega.

Að­stoðar­sam­skipta­stjóri Stonewall sam­skiptanna segir að ein­lægni Izzard komi til með að hafa mikil á­hrif á sam­fé­lag trans og flæði­gervis ein­stak­linga í fram­tíðinni. „Við erum himin­lifandi með að Eddi­e hafi verið nógu hug­rökk til að deila sínum sann­leika með heiminum.“

Uppfært:

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar mátti skilja að Izzard væri trans og hefði valið að vera kvenkyns. Hið rétta er að Izzard mun héðan í frá tjá sig á kvenlægan hátt sem flæðigerva einstaklingur.