Edda Her­manns­dóttir markaðs­stjóri Ís­lands­banka elskar að hrekkja vinnu­fé­laga sína og sagði Co­vid veikan vinnu­fé­laga sinn eitt sinn vera með svæsinn kyn­sjúk­dóm í gríni.

Þetta kemur fram í þáttunum Þær sem sýndir eru í Sjón­varpi Símans þar sem rætt er við ís­lenskar frama­konur um vinnuna sína og hvernig þær hafa klifið met­orða­stigann. Edda er sögð mjög hrekkj­ótt í vinnunni og segir Kjartan vinnu­fé­lagi hennar að hún gangi stundum að­eins of langt.

„Eitt sem lýs­ir henni til dæm­is vel er að þegar við vor­um að skipu­­leggja það að ég kæmi í þenn­an þátt þá send­ir hún póst á fólk sem ég þekki ekki neitt um að ég sá hald­inn svæsn­um kyn­­sjúk­­dómi og þurfi að vera al­veg heima þessa vik­una. Ég sem sagt fékk co­vid,“ segir um­ræddur Kjartan í þáttunum.

Edda segir að sér þyki nauð­syn­legt að hafa húmor í öllu sem hún gerir. „Húm­or ger­ir hlut­ina skemmti­­lega og maður tek­ur sig ekki há­tíð­lega. Þegar ég var að koma í bank­ann upp­­haf­­lega þá fékk ég á­minn­ingu frá ein­um sem var að vinna með mér að ég þyrfti kannski að­eins að passa mig að­eins í þess­um húm­or mín­um,“ seg­ir Edda