Only Fans-gyðjan Edda Lovísa Björgvinsdóttir hefur ekki farið varhluta af því að hún þyki sláandi lík bandarísku söngkonunni Billie Eilish. „Ég hef heyrt þetta áður,“ segir Edda, sem er meðal tekjuhæstu Only Fans-stjarna landsins.

„Alveg þónokkrum sinnum,“ bætir hún hlæjandi við, þegar hún er spurð hvort henni hafi oft verið bent á líkindin við Billie Eilish sem hefur farið með himinskautum á vinsældalistum vestanhafs, hér heima og miklu víðar undanfarin ár.

Edda segist vera gríðarlega mikill aðdáandi söngkonunnar góðu, en hún og Billie eru einmitt jafngamlar, báðar fæddar árið 2001 og því tuttugu ára. „Uppáhaldslagið mitt með henni er You Should See me in a Crown.“