Edda Her­­manns­dótt­ir, mark­aðs- og sam­­skipt­a­­stjór­i Ís­lands­bank­a, og Rík­harður Daða­son, fjár­­festir og fyrr­verandi lands­liðs­­maður í knatt­­spyrnu, gengu í það heilaga á Ítalíu í gær.

Margt var um manninn og virðist veislan hafa verið ein sú glæsi­legasta.

Meðal gesta var sjón­varpskokkurinn og systir brúðarinnar, Eva Lauf­ey Kjaran, tón­listar­konan Birgitta Hauk­dal, fjöl­miðla­konan Ragn­hildur Steinunn Jóns­dóttir og tón­listar­fólkið Ragga Gísla og Andri Guð­munds­son svo eitt­hvað sé nefnt.

Ein­hverjir gestanna hafa dvalið síðustu daga á Ítalíu fyrir brúð­kaupið, farið í vín­smökkun á gríðar­lega fal­legum vín­ekrum og notið ítalskrar matar­gerðar.

Edda og Rík­harður hafa verið saman frá árinu 2017 og trú­lofuð frá árinu 2018. Smart­land greindi frá því að Rikki, eins og hann er kallaður bað Eddu í brúð­kaupi Ragn­hildar Steinunnar og Hauks Inga í Verona, á Ítalíu, sama ár og Edda greip brúðar­vöndinn.

Falleg mynd af brúðhjónunum.
Mynd/Skjáskot
Edda Hermanns ásamt Evu Laufeyju, Ragnhildi Steinunni og Birgittu Haukdal.
Mynd/Skjáskot
The Wedding Singers
Mynd/Skjáskot
Birgitta brúðkaupsfín.
Mynd/Skjáskot
Eva Laufey og Haddi í sínu fínasta pússi.
Mynd/Skjáskot
Ragnhildur Steinunn og Eva Laufey glæsilegar að vanda.
Mynd/Skjáskot
Margt var um manninn í veislunni.
Mynd/Skjáskot
Fallega dekkað veisluborð, sem var úti undir berum himni.
Mynd/Skjáskot