Edda Mjöll Karlsdóttur hefur sannarlega náð að hefna sín á pabba sínum með sprenghlægilegu myndbandinu á TikTok og Instagram.

„Ég mátti nú alveg hefna mín eftir síðasta hrekk frá pabba þar sem hann auglýsti okkur stystkinin á lausu á Akureyri,“ skrifar Edda á Instagram en hún náði fanga viðbrögð föður síns meðan hann horfði á íslenska landsliðið í handbolta í EM.

Karl Björgvin Brynjólfsson hefur einnig verið þekktur sem HM-karlinn enda fáir sem sýna jafnmikla innlifun á handboltamótum eins og má sjá á þessari frétt frá mbl.is frá árinu 2018.

Karl Björgvin og börn hans hika ekki við að stríða hvert öðru. Karl á sannarlega skilið titilinn fyndnasti pabbi Íslands en hann tók upp á því í fyrra að koma upp nokkrum skiltum víðs vegar um Akureyri í von um að koma börnum sínum út.

„Syst­kinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akur­eyri þessa helgina í leit að maka!,“ sagði á skiltinu og með fylgdu upp­lýsingar um Insta­gram-reikning þeirra syst­kina og síma­númer þeirra.

Neðst á skiltinu stóð: „Ég SKAL koma þeim út, kveðja pabbi.“

Mynd/Aðsend