Í­þrótta­konan og sam­fé­lags­miðla­stjarnan Edda Falak hefur fundið ástina á ný, en sá heppni er glímu­kappinn Kristján Helgi sem starfar sem þjálfari hjá Mjölni. Þetta kemur fram á vef Vísis.

Ástfangin síðasta sumar

Glöggir fylgj­endur Eddu Falak tóku ef­laust eftir því að hún birti mynd af Kristjáni um helgina á story-svæði sínu á Insta­gram. Parið eyddi rómantískri helgi saman og ljóst að þau eru al­sæl með að hafa fundið hvort annað.

Í sam­tali við Vísi greindi Edda þó frá því að þau Kristján hafi þekkst í lengri tíma og hafi fellt hugi saman síðasta sumar. Það gerðist skömmu áður en hún og fyrr­verandi kærasti hennar Brynjar Löve Mogen­sen, betur þekktur sem Binni Löve, byrjuðu saman.

Syrgði ekki sambandsslitin

Leiðir skildu hjá Eddu og Binna í mars og var snemma ljóst að Edda syrgði sam­bandið ekki mikið. Eftir að hafa fengið yfir hundrað skila­boð frá að­dá­endum sem voru á­hyggju­fullir yfir sam­bands­slitunum birti hún eftir­farandi skila­boð.

„Þið þurfið ekki að senda mér fleiri sam­úðar­kveðjur. Takk fyrir á­hugann og takk fyrir að spurja. Engar á­hyggjur af mér að hafa elsku vinir.“ Edda greindi einnig frá því að hún hafi sjálf bundið enda á sam­bandið sem stóð alls yfir í rúma þrjá mánuði.

Sam­band þeirra Eddu og Binna vakti mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum, ekki síst eftir að Binni greindi frá því að hann hafi fengið sér húð­flúr með nafni Eddu eftir að­eins nokkurra vikna sam­band.