Samfélagsmiðlastjarnan og Crossfit-konan Edda Falak greindi frá því á Instagram-síðu sinni að hún hefði fengið heldur óvenjulega bón í gær í gegnum einkaskilaboð þar.
Í skilaboðunum var hún spyrð hvort „kaupa/plata“ mætti hana til að að dansa eða strippa fyrir mann sem ætti að steggja í tilefni brúðkaups hans. „Þetta hljómar kannski skrýtið en hann er mikill fan og þetta yrði bara fyndið,“ segir í lok skilaboðanna.

„Ég ætla ekki að gera lítið úr strippurum eða dönsurum,“ segir Edda á Instagram-síðu sinni en tók ekki vel í þessa beiðni. Það sé ekki í boði fyrir fólk að skella sér í einkaskilaboðin hennar, eða „slædað í dm hjá mér“ eins og hún orðar það, og spyrja hvort það væri hægt að kaupa hana.
Slíka þjónustu hafi hún aldrei boðið upp á og aldrei gefið út að hún taki að sér að mæta í steggjanir að strippa.
„Annað, fyrir hvern yrði þetta fyndið?“ skrifar hún að lokum.