Leikkonan Edda Björgvinsdóttir lýsti því yfir í dag að hún vildi gjarnan að Gísli Marteinn Baldursson sjái um áramótaskaupið. Hún stingur meira að segja upp á því að þau vinni saman að því að gera sprenghlægilegt skaup.

„Ég hló svo innilega í kvöld (eins og ég geri reyndar oft þegar ég horfi á þáttinn þinn) að ég vil fá þig til að sjá um næsta áramótaskaup elsku Gísli Marteinn!!!," skrifar Edda í færslu á veggnum hans Gísla. „Við ættum nottla að henda í eitt meinhæðið og tryllingslega fyndið skaup saman."