Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og Cherry Seaborn eiginkona hans eignuðust sitt annað barn á dögunum, frá þessi greindi Sheeran á Instagram í gærkvöldi.

Fyrir eiga hjónin dótturina Lyra Antarctica Seaborn Sheeran, tæplega tveggja ára.

„Vildi láta ykkur öll vita að við höfum eignast aðra fallega litla stelpu. Við erum yfir okkur ástfangin af henni og himinlifandi að vera orðin fjögurra manna fjölskylda,“ skrifaði Sheeran við myndina.