Ed Sheeran hefur loksins í fyrsta skiptið stað­fest að hann sé giftur hokkí­leik­manninum Cher­ry Sea­born, en þau giftu sig í laumi rétt fyrir síðustu jól en Sheeran viður­kenndi þetta í við­tali á Youtu­be rásinni Charla­magne The God í mynd­bandi sem gefið var út í dag. Kappinn gaf í dag út glæ­nýja plötu, „No.6 Colla­bor­ations.“

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í febrúar kvisaðist sagan um brúð­kaupið þó út. Götu­blaðið The Sun komst að því að um hefði verið að ræða litla fjöru­tíu manna at­höfn sem haldin var á sveita­setri ofur­stjörnunnar í Suf­folk í Bret­landi.

Í mynd­bandinu ræðir Sheeran meðal annars texta við lagið „Remem­ber The Name“ sem finna má á nýju plötunni. „Þetta var raunar áður en ég og Cher­ry giftumst og ég vissi að við yrðum gift þegar lagið kæmi út,“ segir Sheeran meðal annars. Í laginu minnist hann á eigin­konu sína, sem klæðist rauðu en líti betur út án vara­lits.

„Ég hugsaði bara að ein­hver myndi þá hugsa um að við værum gift og ég vissi ekki hvernig því yrði tekið, en þetta er aug­ljós­lega búið að koma út,“ segir Sheeran. Hann og Sea­born hafa á­vallt haldið sam­bandi sínu út af fyrir sig og er raunar nokkuð lítið vitað um sam­bandið meðal er­lendra fjöl­miðla.