Lífið

Ed Sheeran með tónleika á Íslandi

​Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kemur hingað til lands á næsta ári en hann hyggst halda tónleika þann 10. ágúst 2019. Sena Live greinir frá í tilkynningu til fjölmiðla.

Sheeran kemur til Íslands á næsta ári. Það er spurning hvort hann verði í landsliðstreyjunni? Fréttablaðið/Getty

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kemur hingað til lands á næsta ári en hann hyggst halda tónleika á Laugardalsvelli þann 10. ágúst 2019. Sena Live greinir frá í tilkynningu til fjölmiðla.

Ljóst er að margir munu bíða með eftirvæntingu eftir stórstjörnunni sem gefið hefur út fjölda slagara. Tónleikarnir á Íslandi eru hluti af ferðalagi sem standa mun yfir frá maí til ágúst en auk þess kemur hann fram í Frakklandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu og Þýskalandi svo fátt eitt sé nefnt.

Miðasala hefst klukkan 9:00 að íslenskum tíma fimmtudaginn 27. september fyrir alla tónleika ferðalags Sheeran. Miðasalan fer fram á tix.is/ED

Ed fetar í fótspor rokkgoðsagnanna í Guns N' Roses sem héldu tónleika á Laugardalsvelli í sumar en það voru stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

P. Did­dy byrjaður með fyrir­sætu af ís­lenskum ættum

Lífið

Dis­n­ey-bann á heim­il­i Knightl­ey

Fólk

Þefar uppi notaðan fatnað

Auglýsing

Nýjast

Taskan týndist í Frakklandi en kom í leitirnar á Íslandi

Vistar­verur Hauks Ingvars­sonar hlutu Tómasar­verð­launin

Auglýsa ódýran bragga án stráa

Mynd­band: Risa­köngu­ló hrellir fjöl­­­skyldu í Kópa­vogi

Heildræn sýn á heilsuna

Gísli Marteinn er til í að tala sig hásan um Tinna

Auglýsing