Lífið

Ed Sheeran með tónleika á Íslandi

​Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kemur hingað til lands á næsta ári en hann hyggst halda tónleika þann 10. ágúst 2019. Sena Live greinir frá í tilkynningu til fjölmiðla.

Sheeran kemur til Íslands á næsta ári. Það er spurning hvort hann verði í landsliðstreyjunni? Fréttablaðið/Getty

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kemur hingað til lands á næsta ári en hann hyggst halda tónleika á Laugardalsvelli þann 10. ágúst 2019. Sena Live greinir frá í tilkynningu til fjölmiðla.

Ljóst er að margir munu bíða með eftirvæntingu eftir stórstjörnunni sem gefið hefur út fjölda slagara. Tónleikarnir á Íslandi eru hluti af ferðalagi sem standa mun yfir frá maí til ágúst en auk þess kemur hann fram í Frakklandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu og Þýskalandi svo fátt eitt sé nefnt.

Miðasala hefst klukkan 9:00 að íslenskum tíma fimmtudaginn 27. september fyrir alla tónleika ferðalags Sheeran. Miðasalan fer fram á tix.is/ED

Ed fetar í fótspor rokkgoðsagnanna í Guns N' Roses sem héldu tónleika á Laugardalsvelli í sumar en það voru stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

Lífið

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

Lífið

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Auglýsing

Nýjast

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Auglýsing