Breski stór­söngvarinn Ed Sheeran fór hrein­lega á kostum í drep­fyndnu mynd­bandi sem birtist skyndi­lega á Twitter síðu Net­flix nú skyndi­lega.

Þar reyndi kappinn fyrir sér í á­heyrnar­prufu fyrir breskan hliðar­þátt af hinum geysi­vin­sælu spænsku þáttum Mon­ey Heist. „Ég er söngvari og ég hef verið lygari og þjófur.“

Skaut hann því næst inn í að hann hefði verið að hugsa upp­hátt, ansi skemmti­leg til­vísun í lag hans Thinking Out Loud. Þá má sjá Ed reyna fyrir sér í spænsku og bregða á leik.