Einkaþota sem Ed Sheeran flaug með til landsins er farin frá Keflavíkurflugvelli
Á vefsíðu Flight­radar má sjá að einka­þotan sem kappinn kom með, og er af gerðinni Cessna Cita­tion Lati­tu­de, er nýbúin að hefja sig til flugs. Áfangastaður er ekki gefinn upp en Ed Sherran lýkur Evróputúr sínum á Englandi í lok ágúst.

Næstu tónleikar Seerans eru í Leeds eftir fjóra daga, þann 16. ágúst næstkomandi. Þar mun tónlistarmaðurinn spilar á tvennum tónleikum og lýkur svo Evróputúr hans í Ipswich á Austurströnd Englands þann 23. og 24. ágúst.

Sheeran hefur notið lífsins á landinu og tók hann það sér­stak­lega fram á tón­leikum sínum við tón­leika­gesti. Hann hefði raunar lang­mest hlakkað til að koma hingað og ætlaði sér að eyða eins miklum tíma og hann gæti á landinu. Hann keypti meðal annars íslensk úr fyrir um tvær milljónir hjá J.S. Watch Co.

Af vefnum flightradar.com
Mynd/Skjáskot

Ed Sheeran lét lyfta sér upp í gær af „Fjallinu“ baksviðs í Laugardalnum.

Eins og sjá má á með­fylgjandi myndbandi átti Haf­þór ekki erfitt með að lyfta breska kappanum yfir höfuð sér en Hafþór birti myndbandið á Instagram reikningi sínum í gær og segir: „Hann bað mig um það.“