Heilsufyrirlesarinn og rithöfundurinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar, Hafþór Hafliðason, hafa sett fallega hæð sína í Laugarnesinu á sölu.

Heimili hjónanna er bjart og fallegt og hefur verið mikið uppgert.

Hæðin sem staðsett er í einu vinsælasta hverfi Reykjavíkur er alls 152, 2 fermetrar í húsi sem byggt var árið 1958. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, tvær stofur og eitt baðherbergi.

Eldhúsið er opið og bjart með ljósri innréttingu frá Eirvík. Þar er gott vinnurými, eyja með niðurfelldu span-helluborði og góðu vinnuplássi.

Stofurnar eru samliggjandi með gluggum sem snúa í suður og útgengt er á góðar svalir. Frá stofunum sést yfir Laugardalinn og til suðurs yfir Reykjavík.

Ebba Guðný hefur gefið út fjórar matreiðslubækur, haldið fjölda fyrirlestra um matarræði barna og var með sinn eigin matreiðsluþátt, Eldað með Ebbu, sem sýndir voru á RÚV. Hún heldur einnig úti Instagram-síðunni Pureebba þar sem hún deilir uppskriftum og hollráðum.

Þá hefur hún verið að færa sig yfir í leiklistina að undanförnu og fór meðal annars með hlutverk fjölmiðlakonu í þáttaröðinni Ráðherrann, sem kom út síðastliðið haust. Hún fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni, Sumarljós og svo kemur nóttin, sem væntanleg er í sumar eða haust. Myndin er í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar sem skrifar líka handritið sem byggt er á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans.

Eldhúsið er opið og er greinilega hjartað í íbúðinni.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Innréttingin er frá Eirvík og gott vinnupláss er í eldhúsinu.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Stofurnar eru samliggjandi með fallegri rennihurð.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Stofurnar snúa í suður.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Heimili þeirra hjóna er einstkalega smekklegt og hlýlegt.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is