Tvær dýrustu eignirnar á fasteignavef Fréttablaðsins eru einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar við Huldubraut í Kópavogi og hins vegar við Varmá að Reykjum í Mosfellsbæ.

Húsin eiga það sameiginlegt að vera umkringd fallegri náttúru, sem og að hafa verið endurnýjuð að miklu leyti.

Fyrst lítum við á glæsilegt 330 fermetra einbýlishús við Huldubraut í Vesturbæ Kópavogs með einstöku sjávarútsýni sem er falt fyrir 297 milljónir króna.

Um er að ræða pallahús með fimm svefnherberjum, þremur baðherbergjum og stórri og bjartri borðstofu með mikilli lofthæð.

Núverandi eigendur hafa endurnýjað húsið að miklu leiti síðastliðin ár með nýjum innréttingum í flestum rýmum, auk endurnýjum á baðherbergjum, raflögnum að stórum hluta, vatnslögnum og ofnum.

Þá er þakið einnig nýuppgert með álæðningu, rennum og niðurföllum.

Auka íbúð er á neðri palli hússins sem er 65 fermetrar að stærð.

Við húsið er stór og gróinn garður ásamt nýlegri verönd sem er staðsett sunnan við húsið. Þar er hægt að sitja og njóta fallegs útsýni, til norðurs yfir Fossvoginn, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík.

Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala
Mynd/Fjárfesting fasteignasala

Við Varmá að Reykjum í Mosfellsbæ er annað einstaklega skemmtilegt einbýlihús sem er falt fyrir 250 milljónir króna.

Um er að ræða eign sem er 415 fermetrar að stærð auk 168 fermetra bílskúr með þremur innkeyrsluhurðum.

Í húsinu eru fjögur rúmgóð svefnherbergi og tvö baðherbergi auk þvottahúss.

Alrýmið er afar stór og samanstendur af stofu eldhúsi og borðstofu. Stofan er björt með tveimur hurðum út í garð og niðursteyptum blómakerjum við gluggaröðina. 

Húsið er staðsett í útjaðri byggðar og er því umkringt fallegri náttúru auk fjölda skemmtilegra gönguleiða.

Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
vMynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala
Mynd/Miðbær fasteignasala