Tvær dýrustu eignirnar sem seldust í desember eru við Blikanes 22 í Garðabæ og Grettisgötu 53 í Reykjavík.
Húsið við Blikanes er 301,8 fermetra að stærð með fimm svefnherbergjum. Fallega gróinn garður með heitum potti í bakgarðinum, auk fallegs útsýnis til suðurs.
Teiknistofan Óðinstorgi teiknaði húsið sem þykir með þeim glæsilegri.
Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, og lögmaðurinn Andri Gunnarsson eru fyrri eigendur en þau bjuggu þarna ásamt átta börnum.

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Eignin við Grettisgötu er heil húseign með sex tveggja herbergja íbúðum, samtals 245,8 fermetrar að stærð. Þá eru svalir í fjórum íbúðum eignarinnar.
Húsið var endurbyggt árið 2010 en það er staðsett á rólegum stað í hjarta miðborgarinnar.

Fréttablaðið/Fasteignamarkaðurinn

Fréttablaðið/Fasteignamarkaðurinn