Tvær dýrustu eignirnar sem seldust í desember eru við Blikanes 22 í Garðabæ og Grettisgötu 53 í Reykjavík.

Húsið við Blikanes er 301,8 fermetra að stærð með fimm svefnherbergjum. Fallega gróinn garður með heitum potti í bakgarðinum, auk fallegs útsýnis til suðurs.

Teikni­stof­an Óðin­s­torgi teiknaði húsið sem þykir með þeim glæsilegri.

Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, og lögmaðurinn Andri Gunnarsson eru fyrri eigendur en þau bjuggu þarna ásamt átta börnum.

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Eignin við Grettisgötu er heil húseign með sex tveggja herbergja íbúðum, samtals 245,8 fermetrar að stærð. Þá eru svalir í fjórum íbúðum eignarinnar.

Húsið var endurbyggt árið 2010 en það er staðsett á rólegum stað í hjarta miðborgarinnar.

Fréttablaðið/Fasteignamarkaðurinn
Fréttablaðið/Fasteignamarkaðurinn