Kvik­myndin Dýrið (LAMB) verður fram­lag Ís­lands til Óskars­verð­launa 2022. Myndin var valin af dóm­nefnd Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varp­sakademíunnar (ÍKSA), en í henni í sátu full­trúar helstu fag­fé­laga ís­lenska kvik­mynda­iðnaðarins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, gagn­rýn­enda og Kvik­mynda­mið­stöðvar Ís­lands.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá akademíunni.

Valdimar Jóhanns­son er leik­stjóri myndarinnar og er hand­ritið eftir Sjón og Valdimar.

Fram­leið­endur myndarinnar eru Hrönn Kristins­dóttir og Sara Nassim fyrir Go to Sheep og helstu leikarar eru Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðna­son, Björn Hlynur Haralds­son, og Ingvar E. Sigurðs­son.

„Nú þegar hefur Dýrið ferðast víða um heim bæði á há­tíðir og í al­mennri dreifingu. Hún hefur nú þegar unnið verð­laun fyrir frum­legustu myndina í „Un Certain regard“ á Cannes, og bestu mynd, bestu leik­konu og citizen kane verð­launin fyrir besta nýja leik­stjórann á kvik­mynda­há­tíðinni í Sit­ges á Spáni svo ein­hver verð­laun sé nefnd.

Dýrið fjallar um sauð­fjár­bændurna Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðna­son) sem búa í fögrum en af­skekktum dal. Þegar dular­full vera fæðist á bónda­bænum á­kveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið af­kvæmi. Vonin um nýja fjöl­skyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tor­tímingu.

Dóm­nefnd skipuðu: Dögg Móses­dóttir f.h. Sam­taka kvik­mynda­leik­stjóra, Júlíus Kemp f.h. Sam­taka ís­lenskra kvik­mynda­fram­leið­enda, Margrét Örn­ólfs­dóttir f.h. Fé­lags leik­skálda og hand­rits­höfunda, Christof Weh­meier f.h. Kvik­mynda­mið­stöðvar Ís­lands, Ása Baldurs­dóttir frá Bíó Para­dís, Þórarinn Þórarins­son kvik­mynda­gagn­rýnandi, Víðir Sigurðs­son kvik­mynda­töku­maður, Svana Jóhanns­dóttir f.h. Fé­lags ís­lenskra leikara.

Um­sögn dóm­nefndar:

Í Dýrinu tekst leik­stjóra, list­rænu teymi og leikurum að skapa sér­lega heillandi frá­sögn og and­rúms­loft sem rambar á ó­ljósum mörkum, raun­sæis, hryllings og fanta­síu. Mynd­málið er sterkt og öll nálgun og efnis­tök ein­stak­lega frum­leg og á­ræðin. Frá fyrsta augna­bliki er á­horf­andinn fangaður og (dá-)leiddur gegnum dular­fullt og spennandi ævin­týri, en sagan er um leið nær­gætin stúdía á mann­legt eðli, sorg og missi.

Dóm­nefndin var ein­róma þegar að kom að valinu og þess ber að geta að um er að ræða ís­lenska kvik­mynd sem hefur ferðast afar víða á al­þjóð­legum kvik­mynda­há­tíðum á­samt því að vera ein að­sóknar­mesta ís­lenska kvik­myndin vestan­hafs, þar sem hún er sýnd á yfir 800 tjöldum í Banda­ríkjunum um þessar mundir.

94. Óskars­verð­launa­há­tíðin verður haldin þann 27. mars 2022, en til­nefningar til verð­launanna verða kynntar 8. febrúar 2022.