Evrópska kvik­­mynda­akademían hefur til­­kynnt þær sex kvik­myndir sem eru til­­­nefndar til verð­­launanna European Discovery, Prix FIPRESCI. Þau eru hluti af Evrópsku kvik­­mynda­verð­­laununum og veitt ár­­lega til leik­­stjóra sem gert hafa sína fyrstu kvik­­mynd í fullri lengd.

Verð­launin verða af­hent á Evrópsku kvik­mynda­verð­laununum þann 11. desember.

Meðal þeirra eru Dýrið, á ensku Lamb, í leik­stjórn Valdimars Jóhanns­sonar sem frum­sýnd var fyrir skömmu. Í Banda­ríkjunum, þar sem hún var frum­sýnd 8. októ­ber, hefur hún fengið góðar við­tökur og halaði inn milljón dollurum á fyrstu sýningar­helginni.

Aðal­hlut­verk í Dýrinu leika sænska leik­konan Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðna­son og Björn Hlynur Haralds­son. Hand­ritið skrifuðu Valdimar og Sjón.

Hilmir Snær og Rapace í Dýrinu.
Mynd/Aðsend

Auk Dýrsins eru fimm aðrar evrópskra kvik­myndir til­nefndar; Beginning, Playground, Pleasure, Promising Young Woman og The Whaler Boy.

Til­nefningar í ár voru á­kveðnar af sér­stakri val­nefnd úr Evrópska kvik­mynda­ráðinu en hana skipa:

Anita Juka (Króatía), Joanna Szymańska (Póland), Paula Al­varez Vac­caro (Bret­land, Ítalía), Vla­di­mer Katcharava (Georgía) sem og kvik­mynda­gagn­rýn­endurnir Marta Balaga (Finn­land, Pól­land), Janet Baris (Tyrk­land), Andrei Plak­hov (Rúss­land), Frédéric Ponsard (Frakk­land) og Britt Søren­sen (Noregur) sem full­trúi FIPRESCI, Al­þjóða­sam­taka kvik­mynda­gagn­rýn­enda.

Hér má sjá stiklu úr Dýrinu sem er nú til sýninga í ís­lenskum kvik­mynda­húsum.