Ís­lenska kvik­myndin Dýrið er í sjöunda sæti í miða­sölu í Norður-Amerískum kvik­mynda­húsum eftir frum­sýningar­helgina og hefur þannig slegið met; hún er tekju­hæsta ís­lenska myndin sem sýnd hefur verið í Banda­ríkjunum.

Dýrið er frum­raun leik­stjórans Valdimars Jóhanns­sonar, gerð eftir grunn­hug­mynd hans og hand­riti eftir Sjón. Myndin gerði stormandi lukku á kvik­mynda­há­tíðinni í Cannes í sumar, gagn­rýn­endur víða um heim hafa ausið hana lofi og hún hefur verið nefnd sem lík­leg til stór­ræða á næstu Óskars­verð­launa­há­tíð.

Myndin skartar Noomi Rapace og Hilmi Snæ Guðna­syni í aðal­hlut­verkum auk þess sem Björn Hlynur Haralds­son kemur við sögu í mikil­vægu auka­hlut­verki. Noomi sagði Frétta­blaðinu í septem­ber að hún hefði fundið sálu­fé­laga í ís­lenska leik­stjóranum.

Myndin hefur rakað inn 1,13 milljónum Banda­ríkja­dollara og er fyrsta ís­lenska myndin til að gera slíkt. Tekjurnar nema rúmum 150 milljónum ís­lenskra króna. Myndin var sýnd í rúm­lega 600 kvik­mynda­sölum í Banda­ríkjunum og hefur ís­lensk mynd aldrei verið í eins mikilli dreifingu þar vestan­hafs.