Íslenska kvik­myndin Dýrið er nú komin á „stuttan lista“ [e. Short­list] Óskars­verð­launa­akademíunnar og verður mögu­lega til­nefnd til Óskars­verð­launa í flokki er­lendra kvik­mynda í fullri lengd. Til­nefningarnar verða form­lega kynntar þann 8. febrúar á næsta ári og svo verður há­tíðin sjálf haldin 27. mars.

Til­kynnt var um það í októ­ber á þessu ári að Dýrið yrði fram­lag Ís­lands til Óskars­verð­launanna í ár.

„Dóm­­nefndin var ein­róma þegar að kom að valinu og þess ber að geta að um er að ræða ís­­lenska kvik­­mynd sem hefur ferðast afar víða á al­­þjóð­­legum kvik­­mynda­há­­tíðum á­­samt því að vera ein að­sóknar­mesta ís­­lenska kvik­­myndin vestan­hafs, þar sem hún er sýnd á yfir 800 tjöldum í Banda­­ríkjunum um þessar mundir.“

Hér að neðan má sjá lista yfir þær kvik­myndir sem eru á listanum á­samt Dýrinu.

Austur­ríki: Great Freedom

Belgía: Playground

Bútan: Lunana: A Yak in the Class­room

Dan­mörk: Flee

Finn­land: Compart­ment No. 6

Þýska­land: I’m Your Man

Ís­land: Lamb

Íran: A Hero

Ítalía: The Hand of God

Japan: Dri­ve My Car

Kósovó: Hive”

Mexico: Pra­yers for the Sto­len

Noregur: The Worst Per­son in the World

Panama: Plaza Ca­tedral

Spánn: The Good Boss