Íslenska kvikmyndin Dýrið er nú komin á „stuttan lista“ [e. Shortlist] Óskarsverðlaunaakademíunnar og verður mögulega tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra kvikmynda í fullri lengd. Tilnefningarnar verða formlega kynntar þann 8. febrúar á næsta ári og svo verður hátíðin sjálf haldin 27. mars.
Tilkynnt var um það í október á þessu ári að Dýrið yrði framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár.
„Dómnefndin var einróma þegar að kom að valinu og þess ber að geta að um er að ræða íslenska kvikmynd sem hefur ferðast afar víða á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum ásamt því að vera ein aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin vestanhafs, þar sem hún er sýnd á yfir 800 tjöldum í Bandaríkjunum um þessar mundir.“
Hér að neðan má sjá lista yfir þær kvikmyndir sem eru á listanum ásamt Dýrinu.
Austurríki: Great Freedom
Belgía: Playground
Bútan: Lunana: A Yak in the Classroom
Danmörk: Flee
Finnland: Compartment No. 6
Þýskaland: I’m Your Man
Ísland: Lamb
Íran: A Hero
Ítalía: The Hand of God
Japan: Drive My Car
Kósovó: Hive”
Mexico: Prayers for the Stolen
Noregur: The Worst Person in the World
Panama: Plaza Catedral
Spánn: The Good Boss