Dýrasta risa­villa Evrópu, Hotel Lamberthefur verið seld. Villan hefur verið í eigu katarska prinsins Abdullah bin Khalifa al-Thani síðan 2007.

Nú hefur prinsinn selt villuna til franska milljarða­mæringsins Xa­vi­er Niel fyrir lauf­léttar 226 milljónir Banda­ríkja­dollara eða því sem nemur rúmum 28 milljörðum ís­lenskum króna.

Er um að ræða eina stærstu við­skipti með einka­eign sem farið hafa fram í París. Fyrra sölu­metið var slegið árið 2011 þegar hundrað milljónir evra voru greiddar fyrir Hotel de Soyecourt árið 2011.

Í um­fjöllun Bloom­berg um málið kemur fram að húsið sé 43.000 fer­metrar að stærð. Húsið var byggt árið 1640 af hinum konung­lega arki­tekt Louis Le Vau sem meðal annars kom að hönnun Ver­sa­illes hallarinnar.

Meðal þeirra sem átt hafa risavilluna eru pólska prinsessan Anna Czartoryska og milljónamæringurinn Guy de Rothschild. Hér er kvöldverðarsalur í húsinu.
Fréttablaðið/Getty
Þá er að sjálfsögðu tónlistarsalur í húsinu. Fyrrverandi eigendur hugðust setja bílalyftu í húsið árið 2009 en áætanirnar voru gríðarlega umdeildar og hættu þeir við.
Fréttablaðið/Getty