Úlpan Dyngja frá 66°Norður hefur verið valinn besta alhliða vetrarúlpan fyrir karlmenn hjá breska blaðinu Independent. Independent hrósar úlpunni í hástert og gefur henni toppeinkunn eða fimm stjörnur af fimm mögulegum í umfjöllun um bestu vetrarúlpurnar fyrir karlmenn.
Úlpur frá Haglöfs, North Face, Norse Project, Belstaff og Asket komust á topp 10 listann yfir bestu úlpurnar í vetur en Haglöfs þótti best fyrir fjölbreytileika, North Face fyrir retró útlit og Asket fyrir að vera mest „smart“.
Hægt er að skoða umfjöllun Indepentent hér en þar er ítarlega fjallað um allar úlpurnar og hvernig valið fór fram.