Úlpan Dyngja frá 66°Norður hefur verið valinn besta al­hliða vetrar­úlpan fyrir karlmenn hjá breska blaðinu In­dependent. In­dependent hrósar úlpunni í há­stert og gefur henni topp­ein­kunn eða fimm stjörnur af fimm mögu­legum í umfjöllun um bestu vetrarúlpurnar fyrir karlmenn.

Úlpur frá Ha­glöfs, North Face, Nor­se Project, Bel­staff og Asket komust á topp 10 listann yfir bestu úlpurnar í vetur en Ha­glöfs þótti best fyrir fjöl­breyti­leika, North Face fyrir retró út­lit og Asket fyrir að vera mest „smart“.

Hægt er að skoða um­fjöllun In­depentent hér en þar er ítar­lega fjallað um allar úlpurnar og hvernig valið fór fram.