Harry og Meg­han skráðu sig í dag inn á Car­lyle hótelið á Man­hattan eyju í New York borg, að því er banda­ríski slúður­miðillinn Page Six greinir frá. Um er að ræða upp­á­halds hótel Díönu prinsessu.

Her­toginn og her­toga­ynjan af Sus­sex eru í New York en þau eru að fara að taka þátt í ráð­stefnunni Global Citizen. Þar verður rætt hvernig best er að tryggja öllum heiminum bólu­efni gegn CO­VID-19.

Í frétt banda­ríska slúður­miðilsins kemur fram að þau Harry og Meg­han hafi ekki látið deigan síga í New York í dag þrátt fyrir að vera ný­lent í borginni. Þau heim­sóttu minnis­merkið um tví­bura­turnana og hittu borgar­stjórann Bill de Blasio og ríkis­stjóra New York; Kat­hy Hochul Both.

Er um að ræða þeirra fyrstu stóru ferð síðan þau sögðu skilið við konungs­fjöl­skylduna snemma 2020. Þau skyldu bæði börn sín, hinn tveggja ára Archie og þriggja mánaða gamla dóttur sína Lili­bet, eftir í Mon­tecito í Kali­forníu.

Pa­geSix segir frá því að Díana hafi verið fasta­gestur í svítu Car­lyle hótelsins í New York. Þar gisti bróðir Harry, Vil­hjálmur á­samt eigin­konu sinni Katrínu þegar þau heim­sóttu borgina 2014. Nóttin í svítunni kostar lauf­létta 8000 Banda­ríkja­dollara eða því sem nemur rúm­lega einni milljón ís­lenskra króna.

Hjónin heimsóttu minnismerki um hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana þann 11. september 2001. Tuttugu ár eru í þessum mánuði frá árásunum.
Fréttablaðið/Getty
Harry og Meghan ásamt þeim Kat­hy Hochul Both, ríkisstjóra New York og borgarstjóranum Bill de Blasio í Frelsisturninum.
Fréttablaðið/Getty
Harry og Meghan virðast aldrei hafa verið betri.
Fréttablaðið/Getty