Dular­fullt hljóð í beinni út­sendingu á banda­rísku sjón­varp­stöðinni MSN­BC hefur vakið heims­at­hygli og má með sanni segja að vanga­veltur um hljóðið og hvort um hefði verið að ræða prump, hafi sam­einað net­verja um stund. Mynd­bandið með hljóðinu má sjá neðst í fréttinni.

Net­verjar ræddu málið undir myllu­merkinu #fart­gate og voru flestir þeirrar skoðunar að hér hlyti Eric Swalwell , fulltrúardeildarþingmaður og viðmælandi í þættinum Hard­ball, að hafa prumpað í beinni út­sendingu.

Svo mikil var um­ræðan um málið að þátta­stjórn­endur sáu sig knúna til þess að svara net­verjum. Hér hefði ekki verið á ferðinni prump heldur ein­faldur kaffi­bolli að skrapast við borð.

Net­verjar tóku þessu þó ekki trúan­lega og á­fram hélt stór­kost­leg um­ræða sem má lesa hér að neðan.