Fyrir tíu dögum síðan var á Instagram birt mynd af eggi á Instagram á reikningi sem virðist hafa verið stofnaður í þeim tilgangi að slá heimsmetið í að fá flesta til að „læka“ við myndina. Áður hafði vinsælasta myndin verið mynd sem Kylie Jenner birti eftir að hún átti dóttir sína. Jenner er hluti Kardashian fjölskyldunnar en hún er dóttir Kris og Caytlin Jenner.

Myndin var birt þann 4. Janúar og markmiðið sett að slá met Jenner sem voru 18 milljón „læk“ á Instagram. Eins og staðan er núna þegar fréttin er skrifuð hafa rúmlega 25 milljónir smellt á hjartað við myndina og því metið löngu slegið.

Spælir egg á sjóðheitri gangstéttinni

Ekkert sérstakt virðist vera við eggið og ekki er vitað hver birti myndina. Jenner virðist þó ekki vera ánægð með að metið hennar skuli hafa verið slegið því í gær birti mynd myndskeið á Instagram reikningi sínum þar sem hún spælir egg á sjóðandi heitri gangstéttinni. 

Myndskeiðið má sjá hér að neðan. Um þrettán milljónir hafa nú þegar „lækað“ færslu Jenner á Instagram.

View this post on Instagram

Take that little egg

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Meira í vændum

Svo virðist sem meira sé í vændum frá þeim sem sjá um reikninginn því í gær kvöldi birtu þau færslu á „Insta-story“ þar sem gefið var í skyn að annar fasi heimsyfirráða eggsins væri í undirbúningi og að þau væru „bara rétt að byrja“.

„Þetta er brjálæði. Þvílíkur tími til að vera á lífi,“ skrifaði manneskjan að baki reikningsins.

Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.

Fimm milljónir deildu færslu á Twitter fyrir pening

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem færslur sem virðast ekkert sérstakar við fyrstu sýn verða svo vinsælar. Árið 2017 birti hinn 16 ára Carter Wilkerson færslu á Twitter sem hann bað fólk um að deila. Þar bað hann veitingastaðinn Wendy‘s í Bandaríkjunum um ókeypis kjúklinganagga. 

Þar til nýlega var það mest deilda færslan á Twitter. Nýlega sló japanskur milljónamæringur metið þegar hann bauð um 100 manns rúma milljón ef þau deildu færslunni hans. Færslunni var að lokum deilt fimm milljón sinnum.

Fjallað er um málið á vef New York Times.

Sjá einnig: Splæsti milljónum í mest deilda tístið á Twitter