Tískuviðburður ársins, Met-galakvöldið, fór fram í gær. Galakvöldið er haldið árlega til styrktar Metropolitan safninu í New York. Mikill spenningur var fyrir viðburðinum þar sem honum var aflýst í fyrra. Met-galakvöldið er alla jafna haldið að vori en fór fram núna í september vegna heimsfaraldursins. Hvert ár er valið þema en í gær var það ,, In America: A Lexicon of Fashion".

Dress Kim Kardashian vakti mikla athygli en hún mætti í kjól með dregli frá Balenciaga. Margir töldu að Kanye West væri þarna mættur með henni en síðar kom í ljós að þarna var mættur Demna Gvasalia, hönnuður hjá Balenciaga. Það tíðkast einmitt að stjörnur mæti sem gestir hönnuðanna sem þær klæðast.

Margir héldu að Kim Kardashian og Kanye West væru tekin aftur saman.
Mynd/Getty Images
Parið A$AP Rocky og Rihanna mættu í fyrsta skiptið á rauða dregilinn saman.
Mynd/Getty Images
Söngparið Shawn Mendes og Camilla Cabello voru bæði klædd í Michael Kors
Mynd/Getty Images
Jennifer Lopez mætti í Calving Klein.
Mynd/Getty Images
Irina Shayk í kjól frá Jeremy Scott sem mætti með henni. Sögur segja fyrirsætan hafi undanfarið við að stinga saman nefjum með Kanye West.
Mynd/Getty Images
Irina frumsýndi nýja og styttri klippingu á viðburðinum í gær.
Mynd/Getty Images
Megan Fox var glæsileg í Thierry Mugler.
Mynd/Getty Images
Fyrirsætan Gigi Hadid klæddist Prada.
Mynd/Getty Images
Raunveruleikastjarnan Kendall Jenner var glæsileg í Givenchy.
Mynd/Getty Images
Breska leikkonan Emily Blunt klæddist þessu flotta dressi frá MiuMiu.
Mynd/Getty Images