Söng­konan Dua Lipa varð form­lega albanskur ríkis­borgari á sunnu­dag í há­tíð­legri at­höfn í höfuð­borginni Tírana.

Það var for­seti Albaníu, Bajram Bega­j sem veitti henni ríkis­borgara­rétt, en um þessar mundir fagna Albanir 110 ára sjálf­stæðis­af­mæli frá Ottómann­veldi.

Dua Lipa er fædd í Eng­landi, en for­eldrar hennar eru bæði frá fyrrum sam­bands­lýð­veldinu Júgó­slavíu, þar sem löndin Kós­ó­vó og Albanía eru í dag.

Dua Lipa deildi fréttunum á Insta­gram, þar sem hún þakkaði for­setanum og borgar­stjóra Tírana fyrir heiðurinn.