Ein allra vinsælasta hljómsveit níunda áratugarins, Duran Duran, kom til landsins í dag en fjórir af fimm upprunalegu meðlimum sveitarinnar troða upp í Laugardalshöll annað kvöld.

Hljómsveitin hét sína fyrstu tónleika á landinu í júní 2005 og bassaleikarinn John Taylor sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að tónleikarnir á morgun séu síðasti séns sem hann mælir með að íslenskir aðdáendur þeirra noti og njóti vel.

Þegar Duran Duran kom hingað síðast var gítarleikarinn Andy Taylor með í för en hann axlaði sín skinn og gítar 2006 en John segir hina fjóra sem eftir standa vera ákaflega spennta fyrir þessari Íslandsheimsókn og tónleikum morgundagsins.

„Ég meina fjórir eftir af fimm. Það er ekki slæmt,“ segir John. „Við erum allir mjög spenntir fyrir þessu og veðrið núna er miklu betra en síðast.

Hluti af forréttindunum sem fylgja því að vera í hljómsveit með Simon Le Bon er að hvar sem við komum þá býður okkur alltaf einhver afnot af bát,“ segir John með vísan til þess að söngvari hljómsveitarinnar er annálaður siglingakappi en þetta áhugamál kostaði hann næstum lífið þegar skútan hans Drum sökk í miðri kappsiglingu 1985. „Ég man að við silgdum út héðan frá Reykjavík og það var allt svo grátt og kalt. Óvenjulega drungalegt.“

Nánar er rætt við John Taylor í Fréttablaðinu á morgun.