Tveir Banda­rískir ferða­menn voru til vand­ræða við víð­frægu Spænsku þrepin í Róm í Ítalíu fyrr í júní. Þau ollu 27 þúsund dollara skemmdum þegar þau ýttu raf­hlaupa­hjólum niður þrepin, en það eru um það bil þrjár og hálf milljón ís­lenskra króna.

Spænsku þrepin eru vin­sæll ferða­manna­staður í Róm en þrepin sjálf eru um 300 ára gömul. Þau voru síðast upp­gerð árið 2016. Skemmdirnar voru á þann veg að 10 sentí­metrar af grjóti brotnuðu af nokkrum þrepunum.

Ferða­mennirnir, sem voru par á þrí­tugs­aldri, sjást á mynd­bandi draga hjólin niður þrepin og ýttu öðru hjólinu síðan niður. Parið var sektað um 430 dollara hvort, tæp­lega 60 þúsund krónur.

Yfir­völd segja konuna eiga lík­legast eftir að þurfa að fara fyrir dóm fyrir verknað sinn, en skemmdar­verk á minnis­varða geta varðað sekt á allt að ár í fangelsi eða 20 þúsund dollara í sekt, um tvær og hálf milljón króna.

Yfir­völd segja Banda­ríkja­mennina hafa verið drukkna þegar at­vikið átti sér stað en þau hafa verið bönnuð við Spænsku þrepin næstu sex mánuði.