Elísa­betu Bret­lands­drottningu hefur verið ráð­lagt af læknum að hvíla sig í minnst tvær vikur og mæta ekki í neinar opin­berar heim­sóknir á þeim tíma.

Þetta þýðir að drottningin, sem er 95 ára gömul, mun ekki geta tekið þátt í há­tíða­höldunum á Remembrance Day 11. nóvember, há­tíðis­degi sem er haldinn til minningar um þá her­menn breska heims­veldisins sem létust í fyrri heims­styrj­öldinni.

Í yfir­lýsingu Bucking­ham Palace segir:

„Í fram­haldi ný­legra ráð­legginga þeirra að drottningin skyldi hvíla sig í nokkra daga hafa læknar hennar há­tignar mælt með því að hún haldi á­fram að hvíla sig að minnsta kosti næstu tvær vikurnar.

Læknarnir hafa ráð­lagt hennar há­tign að hún geti haldið á­fram að sinna léttum skrif­stofu­störfum á tíma­bilinu, þar á meðal á­heyrnum í gegnum fjar­fund, en mæla ekki með því að hún sinni neinum opin­berum heim­sóknum.“

Sam­kvæmt heimildum The Guar­dian er lækna­t­eymi drottningarinnar að gæta „skyn­sam­legra var­úðar­ráð­stafana“. Hún gekkst ný­lega undir rann­sóknir sem kröfðust þess að hún dveldi yfir nótt á King Edward VII spítalanum í Lundúnum.

Drottningin er sögð vera hress og búin að taka upp ræðu sem verður flutt á COP26 ráð­stefnunni í Glas­gow í næstu viku. Hún hafði þegar af­boðað komu sína á ráð­stefnuna en átti að sjá um mót­töku fyrir þjóðar­leið­toga í Glas­gow á­samt öðrum með­limum bresku konungs­fjöl­skyldunnar sem hefur nú einnig verið hætt við.