Elísa­bet Bret­lands­drottning sást úti að aka við Windsor kastala í morgun og virtist þar vera við góða heilsu, að því er fram kemur í um­fjöllun breska götu­blaðsins The Sun.

Eins og fram hefur komið er drottningin nú í fríi frá sínum stærstu em­bættis­verk­efnum, en henni var ráð­lagt af læknum sínum að hvíla sig. Hún mun því ekki sækja loft­lags­ráð­stefnuna í Glas­gow heim.

Í um­fjöllun The Sun kemur fram að drottningin hafi verið með sól­gler­augu og klút á höfðinu á myndinni. Hún hafi litið út fyrir að vera hress og í góðu skapi.

Þrátt fyrir fríið heldur drottningin á­fram að hitta er­lenda erind­reka á fjar­fundum. Hún mun taka sér tveggja vikna frí núna en sem dæmi tók drottningin að sér 295 verk­efni árið 2019.

Skjáskot/Sun