Her­toginn og her­toga­ynjunni af Sus­sex hefur verið sagt af Elísa­betu Bret­lands­drottningu að þau megi ekki nota vöru­merkið „Sus­sex Royal“ eftir að þau segja skilið við konungs­fjöl­skylduna. Þetta kemur fram á vef breska götu­blaðsins Metro.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá höfðu hjónin meðal annars sóst eftir skráningu á al­þjóð­legu einka­leyfi á notkun vöru­merkja undir „Sus­sex Royal.“ Um­sóknin nær til Ástralíu, Kanada, Evrópu­sam­bandsins og Banda­ríkjanna.

Mikinn styr hefur staðið um á­kvörðun hjónanna. Erfiðast hefur reynst að á­kvarða hvernig fjár­magna eigi lífs­stíl hjónanna að við­skilnaði loknum. Er þar meðal annars öryggis­gæsla utan um hjónin sem er fyrir­ferðar­mest. Í frétt Metro er haft eftir heimildar­manni að drottningin sam­þykki ekki notkunina á orðinu „royal.“

„Her­toginn og her­toga­ynjan af Sus­sex ætla að stíga til hliðar sem með­limir konungs­fjöl­skyldunnar og vinna nú að því að öðlast fjár­hags­legt sjálf­stæði, en notkunin á orðinu „royal“ í þessu sam­hengi, þarf að skoða frekar,“ segir heimildar­maður Metro.

Í um­fjölluninni kemur fram að líf hjónanna utan konungs­fjöl­skyldunnar muni hefjast með form­legum hætti í vor. Harry og Meg­han notuðu orðin Sus­sex Royal í fyrsta skiptið þegar þau að­skildu sig frá Vil­hjálmi og Katrínu, her­toganum og her­toga­ynjunni af Cam­brid­ge. Nú lítur allt út fyrir að þau muni þurfa að endur­nefna heima­síðu sína, sam­fé­lags­miðla og vöru­merki.