„Jólin geta verið erfið fyrir þá sem hafa misst ástvini og þetta árið skil ég það af eigin raun,“ sagði Elísabet englandsdrottning í árlegu jólaávarpi sínu.  Þrátt fyrir að drottningin væri ekki síst að vísa til látinna ástvina, vegna faraldursins, minntist hún sérstaklega eigin sorga.

Eiginmaður drottningarinnar, Filippus prins, lést á árinu 99 ára að aldri.

Drottningin vísaði til Filippusar sem síns heittelskaða og sagðist finna fyrir návist hans nú um hátíðirnar.

Hún sagði glettni hans, forvitni ekkert hafa minnkað með árunum og útgeislun hans hafi skynið jafn skært við endalokin eins og þegar hún lagði augu á hann í fyrsta sinn, fyrir 73 árum.

„Eins mikið og ég og fjölskyldan söknum hans, veit ég að hann myndi vilja að við nytum jólanna,“ sagði drottningin, minnug hæfileika hans til að „kreista eins mikla gleði út úr hverju augnabliki og mögulegt er.