Drottningin hefur samþykkt ráðahag Harry prins og Meghan Markel, tilkynning þess efnis var gefin út í dag, líkt og má lesa í breskum fjölmiðlum. Ef Harry hefði hins vegar gengið að eiga Meghan án samþykkis þá hefði það ógilt tilkall hans til krúnunnar.

 Samkvæmt lögum frá 18. öld þarf konunglegur valdhafi að veita erfingjum krúnunnar samþykki sitt fyrir hjúskap, þessi regla gildir fyrir fyrstu sex í erfðaröðinni, en Harry er sá fimmti.

En drottningin þarf einnig að gefa samþykki fyrir útliti brúðarkjólsins sem Meghan mun vera í á brúðkaupsdaginn. En mesta spennan er yfir því hvernig hann lítur út, og keppast fjölmiðlar við að giska á hvaða hönnuður verði fyrir valinu og því er vitneskja drottningar leyndarmál sem er gulls ígildi.  

Elísabet II kallaði Harry sinn elskaða sonarson í yfirlýsingunni og lýsti því yfir að hann mætti ganga að eiga hina bandarísku Meghan. Prinsinn sem dagsdaglega gengur undir nafninu Harry heitir í raun og veru Henry Charles Albert David prins af Wales og fullt nafn Meghan er Rachel Meghan Markel.