Lífið

Drottningin sagði já, þið megið giftast

Elísabet Englandsdrottning gaf formlegt samþykki sitt í dag fyrir hjónabandi Harry prins og Meghan Markel.

Elísabet Englandsdrottning hefur loksins gefið formlegt samþykki sitt fyrir hjónavígslu Harry prins og Meghan Markel sem fer fram í laugardaginn 19.maí. Fréttablaðið/Getty

Drottningin hefur samþykkt ráðahag Harry prins og Meghan Markel, tilkynning þess efnis var gefin út í dag, líkt og má lesa í breskum fjölmiðlum. Ef Harry hefði hins vegar gengið að eiga Meghan án samþykkis þá hefði það ógilt tilkall hans til krúnunnar.

 Samkvæmt lögum frá 18. öld þarf konunglegur valdhafi að veita erfingjum krúnunnar samþykki sitt fyrir hjúskap, þessi regla gildir fyrir fyrstu sex í erfðaröðinni, en Harry er sá fimmti.

En drottningin þarf einnig að gefa samþykki fyrir útliti brúðarkjólsins sem Meghan mun vera í á brúðkaupsdaginn. En mesta spennan er yfir því hvernig hann lítur út, og keppast fjölmiðlar við að giska á hvaða hönnuður verði fyrir valinu og því er vitneskja drottningar leyndarmál sem er gulls ígildi.  

Tilkynning drottningar um samþykki hennar á ráðahagnum var send fjölmiðlum í dag. Fréttablaðið/Buckingham Palace

Elísabet II kallaði Harry sinn elskaða sonarson í yfirlýsingunni og lýsti því yfir að hann mætti ganga að eiga hina bandarísku Meghan. Prinsinn sem dagsdaglega gengur undir nafninu Harry heitir í raun og veru Henry Charles Albert David prins af Wales og fullt nafn Meghan er Rachel Meghan Markel.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Það styttist í konunglegt brúðkaup í Bretlandi

Lífið

Óvíst hver leiðir Meghan upp að altarinu

Lífið

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

Auglýsing

Nýjast

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Auglýsing