Á­kvörðun her­toga­hjónanna af Sus­sex, Harry og Meg­han, um að láta af opin­berum störfum sínum fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna var ekki tekin í sam­ráði við aðra með­limi hennar, ekki einu sinni drottningarinnar. BBC greinir frá því að drottningin og fjöl­skyldan séu ó­sátt með það hvernig hjónin stóðu að málum í dag.

Hjónin hafa undanfarið opnað sig um erfiðleika sína í breskum fjölmiðlum.
Fréttablaðið/Getty

Konungs­fjöl­skyldan hefur látið hafa eftir sér að hún sé „von­svikin“ með á­kvörðun hjónanna. Breskir fjöl­miðlar greina þá frá því að margir séu sárir út í þau, ekki síst vegna þess að ekkert sam­ráð var haft við á­kvörðunina.


Harry og Meg­han til­kynntu um á­kvörðun sína í dag og hyggjast þau ætla að finna sér vinnur til að verða fjár­hags­lega sjálf­stæð og óháð konungs­fjöl­skyldunni. Þau sögðust hafa hug­leitt málið í marga mánuði og komist að því að þessi ráð­stöfun sé sú besta fyrir þau og son þeirra Archie.

Frétta­ritari BBC sem sér­hæfir sig í mál­efnum konungs­fjöl­skyldunnar segir þá stað­reynd að konungs­fjöl­skyldan hafi notað orðið „von­svikin“ um málið mjög þýðingar­mikla. „Ég held að það gefi til kynna harðar til­finningar gagn­vart þessari ráð­stöfun innan konungs­hallarinnar. Kannski ekki endi­lega vegna á­kvörðunarinnar heldur hvernig hún var tekin, án alls sam­ráðs.“
„Það hefur greini­lega myndast risa­vaxin gjá milli Harry og Meg­han annars vegar og allrar konungs­fjöl­skyldunnar hins vegar.“


Tals­maður bresku konungs­fjöl­skyldunnar sagði þá að við­ræður við her­toga­hjónin um á­kvörðun þeirra um að láta af opin­berum störfum sínum væru á byrjunar­stigi. „Við skiljum að þau vilji nálgast þetta á­stand á nýjan hátt en þetta eru flókin vanda­mál sem tekur tíma að vinna í.“