Enska leik­konan Claire Foy hefur stigið fram og greint frá því að hún hafi frá því í barn­æsku glímt við mikinn kvíða. Foy hefur vakið verð­skuldaða at­hygli á sviði leik­listarinnar og þá sér í lagi í hlut­verki sínu sem Elísa­bet II Bret­lands­drottning í Net­flix-þátta­röðinni The Crown. 

Hún segir kvíðann hafa verið undir­liggjandi þegar hún var barn en eftir því sem hún varð eldri og hóf leik­listar­feril sinn hafi hann magnast. „Hann sprakk út,“ segir Foy í sam­tali við breska dag­blaðið The Guar­dian. 

„Þegar þú þjáist af kvíða getur allt ýtt undir það. Til dæmis það að labba yfir götuna hrein­lega,“ bætir Foy við. Hún kveðst hafa hugsað um það stöðugt hversu lé­leg hún væri í því sem hún tæki sér fyrir hendur. 

Nei­kvæðnis­raddirnar hafi ætíð haft meira vægi en þær já­kvæðu og í raun hafi ekki alltaf verið nein rök á bak við þessar nei­kvæðu hugsanir. Sem betur fer hafi hún leitað sér að­stoðar sér­fræðinga að lokum og segist hún síður en svo sjá eftir því. „Ég er svo á­nægð að hafa gert það loksins.“ 

Hún segist hafa áttað sig á því að þrátt fyrir allan sinn árangur í leik­listinni, með stærri og flottari hlut­verkum, hafi hún ekki enn getað verið stolt af sjálfri sér. „Sama vit­leysan var alltaf undir­liggjandi,“ segir Foy sem hefur lært að að­skilja sig betur frá kvíðanum. 

„Ég er orðinn betri í að að­skilja mig frá kvíðanum núna. Ég veit núna að þetta er eitt­hvað sem er hluti af mér og ég ræð betur við.“ 

Hér má lesa við­talið við Foy í heild.