Sérfræðingurinn: Guð­ný Ósk Lax­dal ensku­kennari

Heldurðu að Elísa­bet drottning sé að fara að deyja?

„Ég held hún sé hress. Þetta leit náttúr­lega ekki vel út á tíma­bili og ég var með pínu á­hyggjur af henni,“ segir ensku­kennarinn Guð­ný Ósk Lax­dal um vanga­veltur um heilsu Elísa­betar Eng­lands­drottningar eftir að hún eyddi ný­lega nótt á sjúkra­húsi.

Guðný Ósk er sérlegur áhugamaður um bresku konungsfjölskylduna.
Fréttablaðið/Aðsend

„Ég myndi segja að spurningin ætti bara að vera: Er í lagi með hana? Og svarið er í raun og veru bara já. Hún tórir sko, held ég. Mamma hennar varð 102 ára þannig að það er í familíunni að tóra.“ Guð­ný skrifaði BA-rit­gerð um konungs­fjöl­skylduna og fjallar ein­beitt um kónga­fólk sem @roy­la­iceland­er á Insta­gram.

„Ég er sko búin að vera að pæla í þessu,“ heldur Guð­ný á­fram og hlær þegar hún tekur undir að vissu­lega hafi verið nokkuð um hlið­stæður við að­draganda þess þegar Filipus drottningar­maður lést í fyrra. „Þetta er rosa­legt sko og maður spyr sig alveg. Hún átti bara að vera heima að hvíla sig og er svo bara komin á spítala yfir nótt.“

Guð­ný segir að ekki hafi bætt úr skák að hirðin hafi reynt að fela sjúkra­húss­vistina. „En svo sást hún keyra í Windsor og það væri varla verið að hleypa henni undir stýri ef hún væri ekki hress,“ segir Guð­ný og telur víst að öku­ferðin hafi verið hugsuð til þess að sýna fram á að ekkert ami að drottningunni.

„Hún er líka alveg að sinna skyldum og átti sinn fund með Boris John­son. Bara gegnum síma þannig að það er ekki eins og hún sé rúm­liggjandi.“ „Mig grunar að eina á­stæðan sé hrein­lega bara að þar er allt of mikið af fólki alls staðar að úr heiminum og það er enn­þá Co­vid,” segir Guð­ný um fjar­veru drottningar á lofts­lags­ráð­stefnunni.

„En hún tók ræðuna upp og var með upp­töku í Glas­gow og leit bara mjög vel út en sagði þar að það lifi ekki allir að ei­lífu. Hún náttúr­lega er 95 ára þótt hún sé full­bólu­sett og það þarf að halda henni á lífi fyrir krýningar­af­mælið á næsta ári. Það er búið að leggja pening í þessi veislu­höld og ekkert hægt að vera að setja hana í ein­hverjar hættu­legar að­stæður.“