Margrét Dana­drottning segist vera miður sín yfir við­brögðum Jóa­kims Dana­prins eftir að hún svipti börn hans og Alexöndru greifynju titlum sínum, en þau fá þar með ekki lengur að bera nafn­bótina prins og prinsessa.

Í færslu á Insta­gram segist drottningin hafa van­metið hversu mikil á­hrif á­kvörðunin myndi hafa á fjöl­skylduna. Börnin fá nafn­bótina greifinn og greif­ynjan af Mon­pezat eftir á­kvörðunina.

„Ég tók á­kvörðunina sem drottning, móðir og amma, en sem móðir og amma hef ég van­metið hversu mikil á­hrif þetta hefði á yngsta son minn og fjöl­skyldu hans. Þetta hefur vakið mikla at­hygli og mér þykir það leitt,“ segir drottningin.

Jóa­kim vakti mikla at­hygli í vikunni er hann mætti grát­klökkur í við­tali við Extra Bladet í París.

„Við erum öll sorg­­­mædd. Það er ekki gaman að sjá komið svona fram við börnin sín. Þau eru í að­­­stæðum sem þau skilja ekki full­kom­­­lega,“ sagði Jóa­kim en hann sagði fjöl­skylduna hafa fengið fimm daga fyrir­vara.

Margrét Dana­drottning segir að stundum verði að taka erfiðar á­kvarðanir, og það verði alltaf erfitt að finna réttan tíma fyrir þær á­kvarðanir.

„Að bera konung­legan titil hefur í för með sér ýmsar skyldur sem í fram­tíðinni verða á á­byrgð færri með­lima konungs­fjöl­skyldunnar. Ég lít á þessa að­lögun nauð­syn­lega vörn fyrir fram­tíð konungs­veldisins,“ segir í færslunni.

Þá segir drottningin að enginn ætti að vera í vafa um að börn og barna­börn hennar væru hennar gleði og stolt. „Ég vona nú að við fjöl­skyldan getum fundið frið til að komast sjálf í gegnum þessar að­stæður.“

Færslu drottningarinnar sjá hér að neðan.