Lífið

Drottningin í öllu sínu veldi

Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, um líf stórsöngvarans Freddies heitins Mercury úr rokksveitinni Queen, verður heimsfrumsýnd í kvöld og síðan frumsýnd á Íslandi þann 2. nóvember. Rami Malek, stjarna Mr. Robot, fer með hlutverk Mercurys og eru margir spenntir að sjá hvernig tekst til.

Freddie Mercury tryllir franska aðdáendur sína í París árið 1979.

25 ára ferill (sem strangt til tekið er ekki enn lokið)

9 vikur sem Bohemian Rhapsody var á toppi vinsældalistans í Bretlandi

3. sæti yfir best seldu smáskífur allra tíma í Bretlandi

72 ára – Freddie væri 72 ára í dag hefði hann lifað

26 ár – tíminn sem plötur Queen hafa samtals verið á vinsældalistum Bretlands (lengur en allar aðrar hljómsveitir)

15 breiðskífur

Úff, Bob Geldof, Karl Bretaprins, Díana, David Bowie, Roger Taylor og Brian May öll í góðum gír saman.
Freddie lætur snyrta yfirvaraskeggið góða – líklega eitt frægasta yfirvaraskegg allra tíma.
Brian May tekur tryllt sóló á tónleikum árið 1986.
Polaroid-mynd frá setti á myndbandinu við It’s A Hard Life en það var tekið upp í München í Þýskalandi árið 1984.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ný kitla staðfestir Game of Thrones í apríl

Lífið

A Star Is Born vex í vinsældum á Íslandi

Lífið

Þurfa ekki að hafa á­hyggjur af Gylfa Þór Sigurðs­syni

Auglýsing

Nýjast

Gamall pistill eftir Stan Lee vekur athygli

Rollur heimsóttu heilsugæsluna á Eskifirði

Outlaw King: Hvað er satt og hvað er fært í stílinn

Dekk1.is – dekk á betra verði

Fjöl­skyldu­stemning í risa­stóru batteríi

Stikla fyrir nýjustu Poké­mon myndina

Auglýsing