Elísabet Bretadrottning hefur fjarlægt innrammaða ljósmynd af Meghan Markle og Harry prins úr setustofu sinni, ef marka má nýlegar myndir. Trúlofunarmynd Harry og Meghan var staðsett við hlið annarra myndaramma af meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar.

Aðdáendur komu fyrst auga á myndina þegar drottningin var mynduð ásamt George Brandis, sendiherra Bretlands í Ástralíu, í maí árið 2018. Aðdáendur konungsfjölskyldunnar töldu áberandi uppstillingu myndarinnar sýna fram á stuðning drottningarinnar við Harry og Meghan, sem voru af einhverjum talin umdeilt par.

Fundur hennar hátignar með sendiherra Ástralíu í maí í fyrra.
Fréttablaðið/Getty
Hér má sjá umrædda mynd.
Fréttablaðið/Getty

Engin mynd af Markle

Á nýrri ljósmynd úr setustofu hennar hátignar, sem tekin var þann 22. Október, á fundi drottningarinnar með Lakishu Grant, sendiherra Bretlands í Grenada, er myndin af Harry og Meghan hins vegar horfin.

Á borðinu þar sem myndaramminn stóð má nú aðeins sjá mynd af William prins og Kate Middleton ásamt mynd af bræðrunum Harry og William. Bresk götublöð eru óviss um ástæðu drottningarinnar fyrir að fjarlægja myndina en benda þó á að ýmsar róteringar hafi verið á ljósmyndum í setustofunni í gegnum árin. Þá hafa einhverjar kenningar verið um að drottningin vilji virða einkalíf parsins sem hefur óskað eftir því að draga sig úr sviðsljósinu.

Fundur drottningar með sendiherra Grenada 22. október.
Fréttablaðið/Getty
Hér má sjá að myndin er horfin.
Fréttablaðið/Getty