Lífið

Drottningin fékk minna borgað en prinsinn

Claire Foy, sem lék Elísabetu Englandsdrottningu eftirminnilega í Netflix seríunni The Crown, fékk minna borgað en mótleikari hennar, Matt Smith, sem lék prins Fillipus, eiginmann hennar.

Claire Foy og Matt Smith á rauða dreglinum á Golden Globe 2018 EPA/Mike Nelson

Claire Foy, sem lék Elísabetu Englandsdrottningu eftirminnilega í Netflix seríunni Crown, fékk minna borgað en mótleikari hennar, Matt Smith, sem lék prins Fillipus, eiginmann hennar.

Framleiðendur þáttanna greindu frá þessu þegar þau voru spurð um laun leikaranna á sjónvarpsþáttaráðstefnu í Jerúsalem á dögunum. Meðframleiðandi þáttanna, Suzanne Mackie, sagði að ástæða þess að hann hafi fengið hærri laun hafi verið fyrir frægð hans úr þáttununum Doctor Who. Foy hafði áður leikið í BBC þáttunum Wolf Hall, og var ekki jafn þekkt og hann.

Fram kemur á vef BBC að Foy hafi fengið greidd 40 þúsund pund fyrir hvern þátt. Það samsvarar tæplega 4 milljónum íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hvað Matt Smith fékk greitt fyrir hvern þátt.

 „Í framhaldinu, mun enginn fá hærri laun en drottningin“ sagði Mackie á ráðstefnunni í Jerúsalem.

Það mun þó ekki koma til með að hjálpa Foy, því búið er að skipta út mörgum leikurum seríunnar, sem mun næst fjalla um líf drottningarinnar og fjölskyldu hennar á 8. áratugnum, en fyrri þáttaraðir höfðu fjallað um líf þeirra á 6. og. 7. áratugnum.

Næst mun leikkonan Olivia Colman leika Elísabetu Englandsdrottningu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Geir Ólafs ætlar að fylla Frí­kirkjuna fyrir Ægi Þór

Lífið

Fjós hugsað sem sauna

Lífið

Hita upp fyrir Ísland – Nígería

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Ástfanginn Bieber

Kynningar

TREO – skjót verkun við mígreni og tilfallandi verkjum

Lífið

Lofar töfrandi og góðu partíi

Lífið

Hampaðu þínum eigin HM-bikar fyrir 5000 krónur

Lífið

Spilar nú á bragðlaukana

Fólk

„Sárt að hugsa að til séu vondar stjúpur“

Auglýsing