Lífið

Drottningin fékk minna borgað en prinsinn

Claire Foy, sem lék Elísabetu Englandsdrottningu eftirminnilega í Netflix seríunni The Crown, fékk minna borgað en mótleikari hennar, Matt Smith, sem lék prins Fillipus, eiginmann hennar.

Claire Foy og Matt Smith á rauða dreglinum á Golden Globe 2018 EPA/Mike Nelson

Claire Foy, sem lék Elísabetu Englandsdrottningu eftirminnilega í Netflix seríunni Crown, fékk minna borgað en mótleikari hennar, Matt Smith, sem lék prins Fillipus, eiginmann hennar.

Framleiðendur þáttanna greindu frá þessu þegar þau voru spurð um laun leikaranna á sjónvarpsþáttaráðstefnu í Jerúsalem á dögunum. Meðframleiðandi þáttanna, Suzanne Mackie, sagði að ástæða þess að hann hafi fengið hærri laun hafi verið fyrir frægð hans úr þáttununum Doctor Who. Foy hafði áður leikið í BBC þáttunum Wolf Hall, og var ekki jafn þekkt og hann.

Fram kemur á vef BBC að Foy hafi fengið greidd 40 þúsund pund fyrir hvern þátt. Það samsvarar tæplega 4 milljónum íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hvað Matt Smith fékk greitt fyrir hvern þátt.

 „Í framhaldinu, mun enginn fá hærri laun en drottningin“ sagði Mackie á ráðstefnunni í Jerúsalem.

Það mun þó ekki koma til með að hjálpa Foy, því búið er að skipta út mörgum leikurum seríunnar, sem mun næst fjalla um líf drottningarinnar og fjölskyldu hennar á 8. áratugnum, en fyrri þáttaraðir höfðu fjallað um líf þeirra á 6. og. 7. áratugnum.

Næst mun leikkonan Olivia Colman leika Elísabetu Englandsdrottningu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Auglýsing

Nýjast

Kominn tími á breytingar

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Auglýsing