Elísabet Bretadrottning hefur opnað á safn af áður óséðum myndböndum og svipmyndum úr æsku sinni sem verða partur af nýrri heimildarmynd sem ber nafnið „Elizabeth: The Unseen Queen“.

Þetta kemur fram á vef Telegraph í dag en heimildarmyndin var unnin vegna 70 ára drottningarafmælis Elísabetar. Myndirnar og myndböndin sem birt verða hefur verið safnað úr 400 myndbandsspólum og 60 ræðum sem drottningin gaf á sínum yngri árum.

Ætlun myndarinnar er að draga fram yngri ár drottningarinnar en einnig sýna „skemmtunina á bak við formlegheitin“ í lífi hinnar bresku konungsfjölskyldu.

Í hljóðupptöku sem Elísabet tók upp í Windsor kastala hinn 19. maí síðastliðinni segir hún að:

"Myndavélar hafa ávallt verið partur af okkar lífi en ég held að það sé öðruvísi að horfa á heimilismyndbönd, þar sem þú veist hver það er sem heldur á myndbandsvélinni"