Kol­brún Berg­þórs­dóttir, bók­mennta­drottning og einn þekktasti sér­fræðingur landsins í mál­efnum bresku konungs­fjöl­skyldunnar, er síðasti gestur Crown­varpsins, sér­stakrar við­hafnar­út­gáfu Bíó­varps Frétta­blaðsins um Net­flix-þættina The Crown.

Þáttinn má sem fyrr nálgast á Spoti­fy undir merkjum Bíó­varpsins en þetta er um fjórði og síðasti þátturinn um The Crown þótt að þessu sinni sé sjónum beint að annarri Net­fix-seríu, nefni­lega raun­veru­leika­þáttunum Harry&Meg­han.

Auk þess er ný­út­komin bók Harrys, Spare, Kol­brúnu og um­sjónar­mönnum Bíó­varpsins, blaða­mönnunum Oddi Ævari Gunnars­syni og Þór­arni Þórarins­syni, mjög ofar­lega í huga. Eðli­lega en þar af nógu að taka.

Her­toga­hjónin af Sus­sex þau Harry og Meg­han eiga því sviðið í þættinum rétt eins og í um­ræðunni undan­farnar vikur og mánuði í krafti um­talaðra og um­deildra sjón­varps­þáttanna og bókarinnar Vara­skeifan um Harry sem var áður prins.

Þótt snarpur þátturinn sé í styttra lagi er hann alls ekki rýr í roðinu enda ekki komið að tómum kofunum hjá Kol­brúnu þegar hún fellir sína palla­dóma yfir Harry, Meg­han og við­brögðum konungs­fjöl­skyldunnar við öllum þeirra fjöl­miðla­bægsla­gangi.